Kyn & klám

Öfug sönnunarbyrði og PTSD

Knúzið heldur áfram að bulla. Ég þarf greinilega að skrifa pistil um fjölda meinsærismála, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem kærandi bar öll merki þess að hafa orðið fyrir gífurlegu áfalli en viðurkenndi síðar að hafa bara sagt ósatt.

Fjöldi dómsmorða hingað til ætti að duga til þess að sannfæra hvern sem er um að það sé glapræði að nota greiningu á áfallastreituröskun sem sönnunargagn en jafnvel þótt engin slík mál lægju fyrir mælir heilbrigð skynsemi eindregið gegn því að nota greiningu á áfallastreituröskun sem sönnun fyrir því að kona hafi orðið fyrir nauðgun, hvað þá að tiltekinn maður hafi nauðgað henni.

Í fyrsta lagi sannar greiningin (ef hún er þá rétt) ekki neitt annað en það að áfallastreituröskun sé til staðar. Hún sannar ekki ástæðurnar fyrir henni.

Í öðru lagi þurfa einkennin að hafa verið til staðar í minnst mánuð til þess að ástand manneskjunnar falli undir áfallastreituröskun. Sú greining skýrir því ekki ástand hennar strax eftir að brotið á sér stað.

Í þriðja lagi er ekki mjög algengt að þeir sem verða fyrir kynferðisbrotum þrói með sér áfallastreituröskun. Samkvæmt þessari rannsókn eru það um 2%  Úrtakið er of lítið til að hægt sé að alhæfa út frá því en það gefur allavega vísbendingu um að fáir brotaþolar myndu græða nokkuð á þessu lagaákvæði.

Það þarf ekki andfeminista til að sjá að það er eitthvað bogið við að önnur hver manneskja sem hefur orðið fyrir kynferðisbroti eða bara skíthælslegri framkomu skuli vera greind með alvarlegan geðsjúkdóm, og það er skömm að því að sálfræðingar og geðlæknar skuli útdeila greiningu á áfallastreituröskun eins og jólasveinar karamellum. Að gera slíkt hæp að sönnunargagni í kynferðisglæpamálum yrði áfellisdómur yfir réttarkerfi sem er þó meingallað fyrir.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago