Kyn & klám

Óþarfi að vera með dólg?

Þegar ég skrifaði þennan pistil, var ég að hugsa um að bæta við spurningu um það hversu langt þess væri að bíða að Stígamótagengið færi að skilgreina börn sem kynferðisglæpamenn. Ég sleppti því. Hugsaði sem svo að það væri óþarfi að vera með dólg, þótt ég sé mótfallin því að aðstoð við þolendur ofbeldis sé nánast alfarið í höndum einkaaðila.

Sjáið þetta. Horfið frá mínútu 03:16

Þetta er nánar útskýrt á bls 45 í þessari skýrslu

10 börn undir 10 ára aldri (á væntanlega að vera 10 ára og yngri)
30 börn á aldrinum 11-13 ára

Semsagt 40 börn undir 14 ára aldri, frömdu kynferðisbrot árið 2011. Með öðrum orðum, a.m.k. 40 börn á litla Íslandi eru níðingar ofbeldismenn. Hvernig það er metið kemur ekki fram.

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að ljúka þessum pistli en ég hef öðlast nýjan skilning á orðinu barnaníðingur.

(Bætt við þann 19.03. Eftir ábendingar lesenda sé ég að ég hef hlaupið á mig með því að tala um að Stígamót líti á litla drengi sem kíkja ofan í nærbuxur leiksystra sinna sem níðinga. Það var ofmælt hjá mér. Hið rétta er að þær kalla þá ekki níðinga heldur ofbeldismenn.)

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago