Ég vona að þessi pistill veki umræðu, hugsaði ég um leið og ég klikkaði á publish. Það gekk eftir.
Það hefur áður komið fyrir að pistlarnir mínir fái viðbrögð, jafnvel hörð viðbrögð en það gerist aðallega ef ég hef sett fram óvinsælar skoðanir. Í þetta sinn var ég gagnrýnd enda þótt langflestir væru mér sammála um megininntak greinarinnar, þ.e.a.s. þá skoðun að jafnvel þótt kynferðisofbeldi sé hryllingur sem eðlilega veki reiði og örvæntingu, þá sé afar mikilvægt að gefa engan afslátt af sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum.
Hversvegna vekja vangaveltur svona mikla hneykslun, þegar flestir eru í raun sammála mér? Ég skoðaði svörin sem ég fékk, hér, á DV og á fb og það sem gengur fram af fólki er ekki það að ég sé mótfallin öfugri sönnunarbyrði, heldur það að mér skuli yfirhöfuð detta í hug að impra á möguleikanum á annarri eins vitleysu og þeirri að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Ástæðurnar fyrir því að þetta er ekkert vandamál og algerlega fráleitt að velta þessu fyrir sér, eru að sögn þeirra sem gagnrýna mig eftirfarandi:
Auk þessara punkta fékk ég að sjálfsögðu nokkur komment þess efnis að fyrst ég hefði ekki sjálf lent í því að kæra mann og málinu verið vísað frá, hefði ég þar með engan rétt til að tjá mig um þetta. Ég hirði ekki um að svara þeirri skoðun en allt hitt er að mínu mati áhugavert innlegg í umræðuna. Ég reikna með að dunda mér við að reifa þessar hugmyndir á næstu dögum.
Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…
Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…
Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…
Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…
Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…