Stundum stangast það sem við teljum okkur vita á við raunverulega reynslu okkar. T.d. „Ég veit að hann elskar mig, ég bara finn það í hjarta mínu“ enda þótt hinn heittelskaði sýni þess engin merki að hafa áhuga. Þversagnir af þessu tagi bera oftar en ekki vott um sjálfsblekkingu. Raunveruleikinn er sá að það sem maður finnur í hjarta sér er í rauninni alls ekki eitthvað sem maður veit, heldur eitthvað sem maður þráir eða óttast.
Undanfarið hefur klámvæðingaringarþversögnin verið áberandi í samfélagsumræðunni á Íslandi. Annarsvegar vitneskja okkar, hinsvegar reynsla sem er ekki í neinu samræmi við hana.
Það sem við vitum og þarf hvorki né má draga í efa er að klámvæðingin elur af sér kvenfyrirlitningu og ýtir undir ofbeldi gegn konum.
Það sem reynsla okkar segir hinsvegar er að þar sem klámið er mest er kvenfrelsið best
Er yfirhöfuð eitthvert orsakasamband milli kláms og kvenfyrirlitningar? Ef svo er, hvert er það samband og hvernig birtist það, fyrst það birtist ekki í aukinni kvennakúgun?
Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…
Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…
Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…
Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…
Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…