Kyn & klám

Er klámvæðingin goðsögn?

Þessi hljómsveit var sú alkúlasta þegar ég var í 5. bekk.

Munið þið eftir því hvað allt varð brjálað þegar þessi plata kom út? Munið þið eftir hneyksluninni sem greip um sig? Allri umræðunni um klámvæðingu og það hvernig plötuumslög og plaköt þessarar hljómsveitar hlutgerðu konur og gæfu til kynna að þær ættu að vera undirgefnir þrælar eða í það minnsta að tigna karlinn sem konung?

Nei þið munið það ekki. Enda var það ekkert þannig. Þið munið hinsvegar, þau ykkar sem eruð nógu gömul, að annar hver unglingur var með þetta plakat uppi á vegg í herberginu sínu. Og það þótti bara allt í lagi.

Af umræðunni mætti ætla að kvenfyrirlitning og kynferðislegt myndmál væri tiltölulega nýtt markaðssetningartrix. Þetta sagði t.d. talskona feministafélagsins í viðtali við Pressuna á kvenréttindadaginn síðasta.

Klæðnaður og myndmál klámsins hefur á mjög stuttum tíma lagt undir sig dægurmenninguna, eins og tónlistarmyndbönd og auglýsingar. Þannig að myndefni sem hefði aldrei viðgengist fyrir 10 árum er í dag sjálfsagður hlutur. Klámvæðingunni fylgir aukin kvenfyrirlitning og mikill þrýstingur á ungar stúlkur að gangast upp í einsleitar staðalmyndir þar sem ofuráhersla er lögð á kynþokka og undirgefni.

Kannski er hún of ung til að muna eftir Boney M.

Getur verið að klámvæðingin sé goðsögn? Að allt þetta klám sé bara ekkert nýtt? Að það sé bara auðveldara að dreifa því, ná utan um það, flokka það og ræða, eftir að gúggull vinur okkar og frændi hans youtube komu til sögunnar?

Heimurinn er ekki að fara til andskotans. Ég endurtek, heimurinn er ekki að fara til andskotans. Við sem erum á fimmtugsaldri í dag, við sem höfðum Boney M fyrir augunum á aldrinum 10-17 ára, við lifðum það ekki bara af, við sjáum líka eitthvað hrikalega sjúkt og rangt við þessar myndir og suma textana líka. Svo ofboðslega mikið sjúkt og rangt að maður veit ekki alveg hvort maður á að gráta eða hlæja. Ekki fyrr en maður sér þetta myndband; þá er maður ekki lengur í vafa, maður bara hlær.

Af því að þetta er bara einum of kjánalegt.

Getur verið að allar þessar áhyggjur af klámvæðingunni séu óþarfar? Getur verið að börnin okkar séu jafn gáfuð og við? Að þau muni eftir nokkur ár skoða þetta barnaklámsmyndband á netinu:

og veltast um af hlátri?

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago