Ég gef lítið fyrir þær skoðanir MSH sem hér birtast. Mér finnst hinsvegar að femínistar megi alveg skoða hvernig kvenfjandsamleg viðhorf skína í gegnum skrif þeirra. Það eru nefnilega helst þeir sem kenna sig við feminisma sem vilja takmarka frelsi kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama, það eru helst feminstar sem líta á konur sem ósjálfstæðar og óábyrgar verur og það er nú aðallega þessvegna sem mér mislíkar sá feminismi sem mest er áberandi í umræðunni í dag.

Ef einhverjir eiga erfitt með að sjá hlutina út frá annarra sjónarhorni en sínu eigin þá eru það feministar sem í stað þess að leggja fram marktæk gögn sem gefa a.m.k. vísbendingu um að eitthvað sé að marka málflutning þeirra, beita rökunum „mér finnst“, ganga út frá því sem gefnu að konan sé í öllum tilvikum í veikari stöðu en karlinn og að karlar séu upp til hópa kúgarar. Það er ömurlegt og til vansa fyrir hvern þann sem hefur áhuga á að stuðla að heimi þar sem fólk er ekki skilgreint og dæmt út frá kynferði sínu. Og ef eitthvað eitrar umræðuna þá eru það tilhæfulitlar fullyrðingar um að alltaf og allsstaðar halli á konur. Það er nefnilega ekki þannig og það er engri konu greiði gerður með því að ala á óánægju og tortryggni gagnvart öllu því sem karlkyns er.

Umræður hér

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago