Kyn & klám

Hvernig gefur maður samþykki?

Og nú ertu komin upp í rúm, með manni sem þú ert búin að vera að kela við allt kvöldið. Svo gerist eitthvað. Kannski segir hann eitthvað sem kemur illa við þig, snertir þig á einhvern þann hátt sem verður til þess að þú missir áhugann, eða þá að mamma þín hringir og lýsir ristilspegluninni sem hún undirgekkst fyrr um daginn í smáatriðum. Eða kannski er bara runnið af þér og þú manst allt í einu að þú ert eiginlega miklu hrifnari af einhverjum öðrum eða þú ert orðin þreytt og vilt fara að sofa. Ástæðan skiptir ekki máli, þig langar ekki lengur svo þú segir manninum að þú hafir ekki lengur áhuga. Við getum vonandi verið sammála um að þú hafir fullan rétt til þess hvenær sem er.

En hvað ef það er ekki á þína ábyrgð að láta hann vita? Hvað ef við tökum upp regluna já þýðir já í stað nei þýðir nei? Jú, þá er það hann sem ber ábyrgð á því að kreista upp úr þér svar við því hvort þú viljir örugglega ganga lengra. Samkvæmt því er þér óhætt að steinhalda þér saman og ef hann hefur ekki rænu á því sjálfur að spyrja hvort þú viljir örugglega að hann færi höndina lengra niður, hvort þú kærir þig um fleiri kossa til viðbótar við þá 200 sem á undan fóru, hvort þú viljir hafa samfarir við hann og hvort þú viljir halda þeim áfram eftir að þær eru byrjaðar; nú ef hann hefur ekki hugsun á að spyrja; þá er hann að nauðga þér.

Hversu langt á ábyrgð hans á því að ganga úr skugga um samþykki þitt að ganga? Þarf hann að spyrja á einnar sekúndu fresti eða er nóg að hann geri það á 5 sekúndna fresti?

Og hversvegna í ósköpunum ætti manneskja sem vill ekki stunda kynlíf með einhverjum  eða vill það ekki nema á einhverjum ákveðnum forsendum, að vera undanþeginn ábyrgðinni á því að segja nei? Til þess að kona sem sér eftir því að hafa sofið hjá einhverjum geti kært hann fyrir nauðgun á þeirri forsendu að hann hafi ekki gengið úr  skugga um það að hann hefði samþykki fyrir hverri einustu snertingu? Til þess að konur þurfi ekki að taka ábyrgð á eigin gerðum? Í alvöru, hvað er svo erfitt við að segja nei að ástæða sé til að innleiða þá hugmynd að kona eigi ekki einu sinni að þurfa að ropa því upp úr sér að hún sé ófús?

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago