Kyn & klám

Vg afhjúpa jafnréttisstefnu sína

Eini pólitíski flokkurinn á Íslandi sem hefur eitthvað látið að sér kveða í jafnréttismálum, vill losa sig við vandræðagemling og ef þarf að brjóta prinsipp til þess, þá er það bara í lagi.

Ekki í anda fæðingarorlofslaga, segir Ögmundur en hann er nú líka sjálfur vandræðagemlingur. Smugan þegir þunnu hljóði og ekki hef ég orðið vör við nein viðbrögð frá feministum heldur.

Enda snýst flokkspólitík ekki um kvenréttindi, mannréttindi eða réttlæti yfirhöfuð, heldur um völd og vg eru ekkert undanþegin þeirri reglu. Sá sem hugsar sjálfstætt og þorir að tjá skoðanir sem samræmast ekki þeirri stefnu sem flokkurinn fylgir (enda þótt sú stefna víki stundum nokkuð langt frá þeirri stefnu sem hann var kosinn út á) rekst illa í flokki og því best að reyna að þagga niður í honum. Eða í þessu tilviki henni.

Það er pólitík vg í praxis.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago