Ýmislegt

Barnfyrirlitning og fjárhættuspil – hvort er ósiðlegra?

Pottþétt ráð fyrir foreldra sem vilja losna algerlega við að eiga samskipti við börnin sín!
Kaupið aðgang að grilljón sjónvarpsstöðvum, plantið grísunum fyrir framan imbann og sofið fram eftir degi. Hendið svo börnunum í bælið eins snemma og mögulegt er og setjist sjálf fyrir framan sjónvarpið.

Þetta er inntak skilaboðanna í auglýsingu sem var troðið upp á mig á meðan ég var á Íslandi.

Nú skilst mér að Ragna ráðherra ætli að leggja fram frumvarp sem eigi að hindra erlenda aðila í því að troða veðmálaauglýsingum upp á okkur. Þótt mér finnst óhugnanlegt hversu erfitt er að forðast það að verða fyrir áhrifum af auglýsingum, vil ég nú samt ekki banna þær alfarið. Mér finnst reyndar að megi vel setja einhver skilyrði um það hvaða aðferðum er beitt, t.d. ætti maður ekki að þurfa að afþakka auglýsingabæklinga sem er troðið í póstkassann hjá manni.

Ég dreg í efa að þetta frumvarp Rögnu sé samfélagsbætandi. Ég hefði orðið nokkuð kát ef hún, eða einhver annar, hefði tekið fyrir þá ósvinnu að mennta- og heilbrigðisstofnanir þurfi að gera út á peningagræðgi almennings til að geta boðið upp á góða þjónustu en að banna fyrirtækjum sem ekki eru í eigu hins opinbera að höfða til græðgi eða greddu, það finnst mér út í hött, allavega á meðan viðbjóðsfyrirtæki sem þrífast á barnaþrælkun eru látin óáreitt. Ég held að fæst bönn séu best.

Hvað varðar viðbjóði sem gera út á barnfyrirlitningu eins og þá sem skín í gegn í auglýsingunni sem ég vitnaði til í upphafi þessa pistils, þá vil ég ekki einu sinni láta banna þær. Endilega leyfum þessum drullusokkum að afhjúpa sig. Aðeins þannig er hægt að sniðganga þá.

Þótt sé reyndar lítil von til þess að jafn barnfjandsamleg þjóð og Íslendingar, standi í því að sniðganga þá sem hjálpa þeim að vanrækja börnin sín.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago