Hvað leituðu margir til Eflingar á síðasta ári vegna starfa sinna hjá ríki og sveitarfélögum? Hvað leituðu margir útlendingar til Alþjóðahúss á síðasta ári vegna gruns eða fullvissu um að væri verið að brjóta á þeim á einhvern hátt?
Hversu margir þessara fjörutíu og fjögurra hefðu leitað til stéttarfélags fremur en Stígamóta ef slíkt stéttarfélag væri til? Hversu margt fólk sem er virkt í kynlífsþjónustu í dag, var haft með í ráðum við gerð þessa lagafrumvarps? Hversu margir sem hafa jákvæða reynslu af þessum bransa, eiga sér ekki sögu um fíkniefnaneyslu og hafa ekki verið undir ægivaldi ofbeldismanns eða kúgara, voru spurðir álitis?
Þegar gilda í landinu lög sem banna það að fólk sé ‘gert út’ til kynlífsþjónustu, svipt frelsi sínu eða þvingað til kynferðislegra athafna. Lagafrumvarpið þjónar því augljóslega einhverjum öðrum tilgangi en þeim að hindra mansal og koma höndum yfir ofbeldismenn. Hvaða tilgangi þjónar það?