Kyn & klám

Seinbúin yfirlýsing í tilefni kvennafrídagsins

Hér með kunngjörist:

Þrátt fyrir óbeit mína á fórnarlambsvæðingu kvenþjóðarinnar og þá bjargföstu sannfæringu að það sé löngu tímabært að karlar leiti réttar síns í ákveðnum málum, styð ég eindregið allar hugmyndir um að meta beri konur og þeirra störf til jafns við karla.

Ástæðan fyrir því að ég tók mér ekki frí á kvennafrídaginn er þessi; ég vinn hjá sjálfri mér og hef því ekki við neinn annan að sakast en sjálfa mig ef mér finnst launin of lág. Auk þess gera peningar mig hamingjusama.

Sumar konur vinna gegn kynbundnum launamuni með því að taka sér nokkurra klst frí einn dag á ári. Aðrar gera það með því að skammta sér launin sín sjálfar. Ég hélt upp á daginn með því að opna búðina fyrr en vanalega og selja nógu mikið til að greiða sjálfri mér, (a.m.k. þann daginn) töluvert hærri laun en meðalkarlinn fær.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago