Kyn & klám

Þögn er sama og samþykki

Sennilega geta flestir verið sammála um að einhver óhugnanlegustu afbrot sem framin eru, séu kynferðisbrot og önnur ofbeldisverk gegn börnum. Samfélag okkar dæmir menn sem fremja slíka glæpi hart, mun harðar en dómstólar. Það er hins vegar athyglisvert, hvað hinn þögli áhorfandi að slíkum brotum, sem í flestum tilvikum er móðir barnsins, virðist yfirleitt sleppa vel.

Konan er alltaf fórnarlamb

Það þarf ekki að skoða mjög marga hæstaréttardóma í kynferðisbrotaflokknum til þess að sjá athyglisvert mynstur. Hver hæstaréttardómurinn á fætur öðrum styðst við vitnisburð móður, sem árum saman varð vör við ýmis merki kynferðislegrar misnotkunar eiginmanns síns á barninu, en sá ekki ástæðu til að aðhafast fyrr en maðurinn skildi við hana.

Mér finnst það furðulegt svo ekki sé meira sagt að ákæruvaldið láti þessar mæður, sem greinilega hafa gert sig sekar um alvarlega vanrækslu, í friði. Það sem meira er; í stað þess að fordæma móður sem aðstoðar mann sinn við að eyðileggja líf barnanna, setur almenningsálitið hana í fórnarlambshlutverk og sýnir henni samúð, rétt eins og hún beri enga ábyrgð í málinu.

Bágindi firra konur ekki ábyrgð frekar en karla

Mæður sem sætta sig við að börn þeirra búi við kynferðislega áreitni, eru að mínu viti afbrotamenn en ekki fórnarlömb. Aðgerðarleysi í slíkum málum ber vott um vanhæfni foreldris og skeytingaleysi um hagsmuni barnsins. Sá sem horfir á börn sín misnotuð án þess að aðhafast er ekkert annað en þátttakandi í glæpnum. Það sama á við um margar konur sem bjóða börnum sínum árum saman upp á sambúð við mann sem lemur einhvern fjölskyldumeðlima eða jafnvel alla fjölskylduna reglulega.

Auðvitað eiga þessar konur eitthvað bágt. Vitanlega er það merki um að eitthvað mikið sé að þegar foreldri horfir upp á maka sinn eyðileggja líf barnanna og kýs að loka augunum. En það er líka eitthvað mikið að fólki sem beitir börn ofbeldi og flest okkar hafa tekið þá afstöðu að enginn sjúkleiki geti réttlætt slík brot. Hversvegna ættu þá bágar aðstæður móðurinnar að réttlæta þögn hennar; þátttöku hennar í glæpnum?

Þögn er sama og samþykki

Er nú ekki að verða tímabært að láta af þessari aumkunarverðu fórnarlambsvæðingu kvenþjóðarinnar? Er ekki kominn tími til að í stað þess að vorkenna konu sem hefur gefið þögult samþykki sitt fyrir ofbeldi gegn barni sínu og þakka henni fyrir að vitna gegn manninnum sínum (þegar hún er í hefndarhug eftir skilnað) að bæði ákæruvaldið og almenningur, varpi fram spurningum um ábyrgð hennar í málinu og láti af þessu ótrúlega umburðarlyndi gagnvart þeim sem fremja þagnarglæpi gegn sínum eigin afkvæmum? Þögn þeirra yfir glæpnum er nefnilega það sama og samþykki. Og þögn okkar yfir þáttöku þeirra er líka það sama og samþykki.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago