Kyn & klám

Jafnrétti í reynd?

Kunningi minn hringdi í mig í fyrradag. Allt gott að frétta af honum, var á leiðinni út á land að vinna. Það kom mér nokkuð á óvart þar sem ég vissi ekki betur en að hann væri hæstánægður í vel launuðu starfi sínu í Reykjavík. Allt hefur sína skýringu; hann var nefnilega að fara í barneignafrí og fannst auðvitað tilvalið að nota tækifærið til að stunda svarta vinnu.

Ég varð hneyksluð og hreytti einhverju í hann um misnotkun á almannafé og rétti barnsins til að hafa hann heima. Hann svaraði að bragði að þetta fyrirkomulag hentaði öllum. Móðirin færi á atvinnuleysisbætur, sem væru svipaðar og launin sem hún gæti haft enda vonlaust að nokkur réði einstæða móður með ungbarn í vinnu nema hún sýndi starfinu sérstakan áhuga. Barnið hefði móður sína heima en sjálfur hefði hann hvorki vit á smábörnum né áhuga á að vera stöðugt með þeim. Hann sjálfur hefði hærri tekjur en áður (með skattsvikum) og orlofið hans yrði lagt inn á bankareiking handa barninu. Allir glaðir!

Í gær kom svo fram í Fréttablaðinu að 1 kona af hverjum 100 fengi hálfa milljón í fæðingarorlof, hins vegar næði 1 karl af hverjum 11 þessari upphæð. Svona er nú jafnréttið í reynd: til að tryggja barninu mínu myndarlega innistæðu á bankabók þarf ég ekkert að gera nema finna því pabba sem hefur ekki sérstakan áhuga á ungbörnum og sætta mig við launamun kynjanna.

——————

Þennan pistil birti ég fyrst á annál 17. júní 2003. Í dag er ég nokkuð viss um að launamunur kynjanna skýrist miklu fremur af ólíku vali kynjanna en af kerfisbundinni mismunun. Ég vil að umönnunarstörf og önnur láglaunastörf séu metin að verðleikum.  Mér finnst þó allt í lagi að konur séu körlum líklegri til að vinna hlutastörf og fáránlegt að yfirvöld séu að skipta sér af því hvernig fólk skiptir fæðingarorlofi á milli sín.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago