Inn um gluggann opinn hef ég flogið
eins og lítil fluga á sumarmorgni
því eðli mitt ég saug úr sykurkorni
en samt ég hef að flestum um það logið
kankvís hef ég kitlað á þeim nefin
þó kemur mér í hug að liðnum degi
að leiki vafi á hve létt það vegi
að ljúga til að fljúga, það er efinn
hversu lengi kiltur mínar duga
því kónulærnar hlakka brátt í fenginn,
þær vetrarkvíða vefa yfir engin
og vænting mín er orðin lítil fluga.