Nautnin er kát.
Hlátrar úr lófunum streyma,
ljúfstríðir lokkarnir flæða.
Snertir mig augum.
Snertir mig eldmjúkum augum.
Sektin er þung.
Bitþöglir kaldkrepptir hnefar,
hnúturinn sígur við hnakkann.
Lítur mig augum.
Lítur mig íshörðum augum.
Gímaldin gerði lag við þetta kvæði og gaf út 2012.