Sláðu mig lostmjúkum lófum
svo lygnstríðir strengirnir hljómi.
Heftu mig fróandi fjötrum
svo friði mig vald þitt og veki
unaðshroll ofstopablíðan,
örvi til sársauka og sefi.
Mun ég í ljúfsárum losta
þér lúta og grátfegin gefast.
Sláðu mig lostmjúkum lófum
svo lygnstríðir strengirnir hljómi.
Heftu mig fróandi fjötrum
svo friði mig vald þitt og veki
unaðshroll ofstopablíðan,
örvi til sársauka og sefi.
Mun ég í ljúfsárum losta
þér lúta og grátfegin gefast.