Myndin er eftir Emily Balivet

Þá vitum við það;
allt líf þitt var lygi.
Og hvað varð um leit þína að arnareggi Keisarans?
Þú snýrð frá brennandi turninum,
klífur niður Svartfjallakletta
og skriki þér fótur á leiðinni
er það allavega ekki hættulegra
en að anda að sér reyknum.

Og hér ertu nú
ungfífl á miðjum aldri.
Hafðirðu á annað borð átt þér takmark
hefurðu misst sjónar á tilgangi þess
og Keisarinn eflaust löngu búinn að gleyma því líka.

Hvar skal leita?
Hvers skal leita?
Þú gengur á fund Lindarinnar
sem situr í aldinlundi
sveipuð gegnsærri silkislæðu
og syngur.
Hún er systir næturgalans,
móðir morgundöggvans,
dóttir ástkonunnar við Kólgu.

Tvö mjaðarker ber hún,
líkt og móðirin
þó brennur enginn eldur í kerjum hennar.
Hún vöxvar aldintrén með öðru þeirra,
eys vatni í tjörn með hinu,
aldrei mun tjörnin tæmast á meðan hún er hér.

Vegmóður sestu hjá Lindinni.
Þú leggur höfuðið í kjöltu hennar,
hún flettir purpurablárri slæðunni frá tunglhvítum kviðnum
og ber brjóst sitt að þyrstum vörum þínum.
Þú teygar svala næturinnar,
af brjósti hennar,
bleikar geirvörturnar
minna á blýantsstrokleður.

Og meðan hún seður hungur þitt
með hunangssætri fíkju,
horfir þú upp í þúsundstjörnu himin.
Stjörnum ofar fljúga ernir
er þér sagt
en hreiður þeirra munu finnast á fjallstindum.

Hvers leita ég og hvert skal ég halda?
spyrð þú
og Lindin svarar;
horfðu til stjarnanna,
og veldu þér eina,
aðeins eina og fylgu henni.

Í næturkyrrðinni kveður þú Lindina
gengur á brott við bjarkargrein
með nýtt vatn á gömlum belgjum.
Stjarnan er fjarlæg
og leiðin er löng
en í þetta sinn
veistu allavega hvert þú stefnir.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago