Þegar þú, í birtingu, ákveður að yfirgefa turninn
fylgir gestgjafinn þér úr hlaði.
Vinur þinn sem áður var ungfífl
hefur ferðast með eldvagni
leitt þig á fund vogarkonunnar,
hitt ljónatemjarann á förnum vegi,
hangið á tré og horft í hyldypi himinsins.
Hann hefur lifað af ljáskurð Sláttumannsins
og séð samruna elds og vatns.
Nú hefur hann reist sér himinháan turn
og mikið er vald hans.

Hann kveður gest sinn
og þú horfir á bak honum
þegar hann gengur aftur til hallar sinnar.

Turninn gnæfir yfir
grænleitur í morgunskímunni.
Hrafnar á sveimi.
Svo kveður við þruma
og elding lýstur turninn.
Þú horfir á þrælana stökkva úr um glugga
í von um að forða sér
og þér verður ljóst
að þú ert sjálfur fífilið;
turninn byggður úr hugmyndum þínum um sjálfan þig.

Í morgunskímunni, horfirðu á brennandi turninn
þrælana falla til jarðar, eldtungum sleikta.
Grásvartur mökkurinn stígur til himins,
fórnarreykur
hugsar þú
og þú skilur ekki lengur tungumál þrælanna
þeirra sem sluppu lifandi úr brunanum
og hópast nú að þér.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago