Slydda

Kalt og blautt
og beint í andlitið.
Er einhver í geðillskukasti þarna uppi?
Fyrr má nú vera veðrið!
Annað en í minni sveit,
þar var alltaf sumar og sól.
(Nema stundum, en það er önnur saga.)

Nei, ég segi það satt,
þetta er ekki ásættanleg framkoma.
Það hljóta að vera borgarenglar
sem hrækja svona
í andlitið á saklausu fólki.

Share to Facebook