Renna í stríðum straumi eftir sléttri braut,
smáfiskar hálir, sleipir, vettlingavaldandi.
Með andlitið klístrað hor fellur einn af brautinni
orgar sig hásan af hræðslu, gremju, máttvana.
Gleymir þó fljótt og gefst ekki upp á rólunum.
Heyja sín engi, stríð og stórfiskaleik,
skítsalar, hringökumenn og stígvélastjórar,
blása til leiks bak við ungviðarklædda skjólveggi,
læra það fljótt að ryðja sér leið í röðinni.
Ungdómur lærir til manndóms, endar í barndómi
og því skal ég við þig veg allra vega salt.
Saman við munum reisa úr sandi kastala.