Pandóra

Í nótt, þegar vötn mín vaka
og vindur í greinum hvín
og þúsund raddir þagnarinnar kvaka
hve ég þrái að opna sálar minnar skrín.

Og leysa úr viðjum angist, sorg og efa
uns ólguveður hvata minna dvín.

Og ást mína drepa úr dróma
eitt dulbúið sálarmein,
þá frelsissöngvar feigðarinnar hljóma
meðan fuglinn situr kyrr á birkigrein.

Þar hreiður sitt hann sterkum grösum greipir
sem græða þúfu, moldarbarð og stein,

við djúp minna dularsýna
um deyjandi fjallajurt.
Þó vil ég ekki opna vitund mína
því að vonin gæti líka flogið burt.

Löngu síðar gerði Gímaldin annað lag við þennan texta.

Share to Facebook