Stóriðjulauslátir, gandreiðarstígvélabrögðóttir fyrirtækisfærissinnar
gengu í hring út frá innkomu utan um afkomu.
Veraldarauðkífið leit upp og lyfti hægindastólpípuhattinum;
„frúin er framboðleg“.
Afskiptaráðandinn tilkynnti að almúgnum vandlátnum
yfirtöku á skaflajárntjaldsúlunni úr rökþrotabúinu.
Tvínegldi tágleiður
öfugsnúinn sætabrauðfótabúnað gangsskiptagæðingsins.
Hleypti á skeið og stökk yfir vegtálma
vammlausnarsteingerðarbeiðenda.
Umkomulausholda of- eða van- hugsjónleikstjórastólræðan
stefndi að misgengisfellingu
á vel kýldri vömb afturgönguHrólfs
með afgangi af uppgangi inni í Ráðhúsi.
Dýr eru óráð í góðæri, góð ráð í óráði,
vandræði á vergangi.
Afturfótafiðrildi
flögrandi í áttina að útgangi.