Morgunsól

Er ég vakna við morgunsól,
verma geislar hennar augnlokin
og flæða inn í huga minn.

Birtu stafar á brumuð tré,
brjóta knappa þeirra laufin græn
og ilma af ferskri morgunbæn.

#Ég er sáttur við sjálfan mig.
Ég er sáttur við sjálfan mig,
og morgunsólina og þig.#

Syngja fugler sinn fagra söng,
fljúga heim í mó með grös og strá,
í lautum flétta hreiður smá.

Syndir lonta í silfurlæk
sólarkossum stirnir tæran hyl
er gárar flötinn af og til.

#Ég er sáttur við sjálfan mig.
Ég er sáttur við sjálfan mig,
og alla veröldina og þig.#

Angar moldin af morgundögg
mjúka körfu teygir blóm mót sól
og blærinn strýkur grund og hól.

Greiðir stúlka sitt gullna hár
geislar augna hennar verma brá
og vekja í mér nýja þrá.

Gímaldin samdi síðar annað lag við þennan texta.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago