Ég gekk sem barn um grýttan fjallaveg
Í gjótu fann ég yfirgefinn kofa
Og þangað enn ég þunga byrði dreg
Í þagnarinnar faðmi til að sofa.

Því ég er eins og jarðarinnar grös
og jafnvel tímans mosabreiður héla
í launkofanum liggja brotin glös
sem lærði ég í barnæsku að fela

og enginn getur öðrum manni breytt
né annars gler úr launkofanum borið
þó held ég kannski að hönd þín gæti leitt
huldupiltinn þaðan, út í vorið.

 

Það eru til þrjú lög við þennan texta. Einn eftir Óttar Hrafn Óttarsson, annar eftir Björn Margeir Sigurjónsson og sá síðasti eftir Begga bróður minn.  Ekki veit ég til þess að nokkurt þeirra hafi verið flutt opinberlega. Lagið hans Begga er með millistefi og ég bætti eftirfarandi við til að falla að því.

#Fljótt
nótt,
hjúpar ofirhljótt
þá sem eiga sorgir eða ást í meinum.
Hlær
blær,
á meðan mosinn grær
yfir gjóturnar sem gistum við í leynum.#

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago