Morgunsól

Morgunsól

Er ég vakna við morgunsól,
verma geislar hennar augnlokin
og flæða inn í huga minn.

Birtu stafar á brumuð tré,
brjóta knappa þeirra laufin græn
og ilma af ferskri morgunbæn.

#Ég er sáttur við sjálfan mig.
Ég er sáttur við sjálfan mig,
og morgunsólina og þig.#

Syngja fugler sinn fagra söng,
fljúga heim í mó með grös og strá,
í lautum flétta hreiður smá.

Syndir lonta í silfurlæk
sólarkossum stirnir tæran hyl
er gárar flötinn af og til.

#Ég er sáttur við sjálfan mig.
Ég er sáttur við sjálfan mig,
og alla veröldina og þig.#

Angar moldin af morgundögg
mjúka körfu teygir blóm mót sól
og blærinn strýkur grund og hól.

Greiðir stúlka sitt gullna hár
geislar augna hennar verma brá
og vekja í mér nýja þrá.

Gímaldin samdi síðar annað lag við þennan texta.

Share to Facebook