Hjarta mitt,
titrandi blekdropi
á oddi pennans.
Ljóð,
nema hönd mín skjálfi.
Klessa
ef þú lítur í átt til mín.
Nei. Bara klessa.
Jafnvel þótt þú lítir aldrei
í átt til mín
nema einu sinni
til að teygja þig í öskubakka.
Ljóð mitt,
sígarettureykur,
líður þér um varir,
leysist upp.
Þú varst blekklessa,
þú varst reykjamökkur
á Mokka.
Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…
Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…
Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…
Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…