Það streymir.
Það flæðir.
-Eitt óp.
Og svo er því lokið
með rennilásshljóði.

Ég ligg hér
svo brothætt,
svo tóm
eins og skel í fjöru
og hlusta
á fótmál þitt hljóðna.

Og óveruleikinn
með deginum inn í mig smýgur
þótt ilmur þinn
loði ennþá við sængina mína,
og samt eru vorhljóð
í rigningu fuglarnir syngja
og veröldin lyktar af ösp.
Það er vor.

-Það er ljósgrænt.

Sett í skúffuna í apríl 1983

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago