Sjaldan hafa þeir bræður Gáski og Háski
vikið frá mér spannarlengd
á hlaupum mínum niður stigann.
Skottast ýmist á eftir
og skella mér á rass
flissandi,
eða ryðjast fram fyrir
og búast til að bregða fyrir mig fæti.

Á uppleiðinni fer minna fyrir þeim,
skjögra mér að baki,
þunglamalega
og nöldra iljum
við gólfdúkinn.

Hvíld er það
mikil ósköp.
Og þó bíð ég þess alla leiðina
að annar þeirra
glefsi geðvonskulega í hæl mér.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: 4 Hugarró

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago