Eitthvert undarlegt tíst
er mitt hjarta að hrjá,
og ég get ekki lýst
því sem gengur þar á.
Eins og lítil mús
sem enginn maður hræðist,
hafi sest þar að.
Lítil mús sem læðist.

Fyrir forvitni rak
trýnið titrandi út,
hrökk þá aftur á bak
og sig hnipraði í hnút.
Hungri litlar mýs
þær inn í hús þitt leita.
Mitt hjarta er mús
Og brosið þitt er beita.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago