Birta

Evukvæði

Birta

Leit

Það liggur enginn vegur að enda regnbogans
sagðir þú

og í þeirri sælu trú
að regnboginn væri
engin brú til betri heima,
aðeins ósnertanlegt sáttmálstákn almættisins
við dauðhreinsaðar sálir mannanna,
hættir þú leitinni
og sóttir um vinnu
við holræsakerfi borgarinnar.

En þú veist ekki
það sem ég veit.

Litir regnbogans búa
í daunillri olíubrák í höfninni.

Share to Facebook