Kærleikur í húmanískum skilningi

Lítils met ég þann kærleika
sem umber allt,
breiðir yfir allt
og trúir öllu.

Slíkur er kærleikur gungunnar
sem snýr spegli sínum mót sólu.

Mætti ég fremur biðja um hugrakkan kærleika
sem setur mörk, efast og afhjúpar,
horfir blygðunarlaust
í spegilinn
og fyrirgefur
án þess að píra augun.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Sálmar

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago