Handa Braga

Þetta kvæði orti ég við lag sem vinur minn samdi þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Það er samið við lag eftir Björn Margeir Sigurjónsson

Við ætluðum bæði að elska og gefa
en okkur tókst fljótlega að gleyma því.
Við gerðum víst meira af að gagnrýna og þrefa
þótt gætum við séð hvað við stefndum í.

#Ó hve ég vildi að þú værir hér
með vangann við öxlina mína
því hyldýpistómið í hjartanu í mér
hungrar í umhyggju þína.#

Um eilífð ég vildi í örmum mér halda
yl þinnar nærveru og sofna rótt.
En fjarlægð þín liggur með fæturna kalda
í faðmi mér andvaka hverja nótt.
Forræðið útkljáð og eignirnar seldar
einn sit ég heima og reyki skúnk.
Yrki í metravís andlega geldar
örlagaklisjur og harmarunk.

Share to Facebook