Frostþoka þagnar
lagði hemi
Lagarfljót augna.
Bræddi þó bros
svo flæddi
yfir bakkana báða,
hrímþoku hrjáða.
Skógar hafa brumað að vetri
svo bjarkirnar kulu.
Auga fyrir auga,
bros fyrir bros,
þögn fyrir þulu.
Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…
Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…
Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…
Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…