Eins og lamb að vetri borið
vekur hjartans dýpstu þrá
til að vernda það og hrekja
heimsins varga bænum frá
hefur snemmbær ástúð
snortið minnar blíðu gítarstreng
og snilli tær, hve fljótt mér tókst
að frysta þennan dreng.

Því hann ilmar eins og beitilyng
og bragðast líkt og gras,
og sérhver snerting hans er korn
í háskans stundaglas.
Því eðli mitt er varnarlaust
gegn vorsins mildu hönd
sem vekur líf af dvala
og leysir fossins klakabönd.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago