Eins og fagurt ævintýr
um álfa, tröll og furðudýr
sem eilíft breytir blærinn hlýr
mér birtust skýin hvít

En veruleikinn víst er þó
minn vanda eykur regni og snjó
og hylur þoku skurð og skóg
hvert ský sem nú ég lít.

Ég aftur skýin skoðað hef
og skil það loks til fulls að ef
ég tálsýn kýs að trúa blind
hún tekur á sig nýja mynd.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago