Hvers er vert að kunna og skilja
hvað þig langar, hvert þig ber?
Ef þú þekktir eigin vilja
einfalt reyndist lífið þér.
Þegar þú sérð fuglinn fljúga
fjöllum ofar, mundu það
að alltaf mun hann aftur snúa
á sinn gamla hreiðurstað.
Fornra þjóða eiga fræði
fugl sem æðra frelsi kýs
og þótt í eldinn beint hann æði
úr öskunni hann aftur rís.
Þótt hann brenni bálið heita
birta sólar dregur hann,
eins og þá sem logans leita,
lífið sjálft þeim fugli ann.
Þér í hjarta þrálátt tístir
þessi fugl sitt frelsisstef
og veröldin að vonum þrýstir
vinarkossi á þitt nef.
Gímaldin samdi síðar lag við þetta kvæði og gaf út.