Myndin er eftir Emily Balivet
Værir þú vakandi og kominn út á veginn
myndir þú sjá hnýfilhyrndan ungling
elta leiðarhnoða að eldtré í blóma.
Og pilturinn horfir á hnoðað
sem hringsnýst á veginum framan við rauðgullið tréð.
Samkvæmt vegvísi Keisarans er hér vegur
og stóð ekki til að hann færi hliðarvegi að markinu.
En hér er eru krossgötur
og við hinn veginn margrætt eplatré
og í limum þess situr engill með húfu.
Stúlka í röndóttum sokkum
og dinglar fótunum.
Vindum, vindum, vefjum band,segir hún
og hendir rauðum garnhnykli út á veginn.
Hún klifrar niður úr trénu og réttir þér þráðinn,
lítur þig moldbrúnum augum
og hlær.