Losa auglokin rólega,
bara litlar rifur
rétt til að átta mig á deginum.
Gráleit rönd við gluggabrún
seytlar undir rúllutjaldið.

Of snemmt.
Of dimmt.
Augnlok síga,
límast saman á ný.

Nei! ekki of snemmt,
ekki í dag.
Kippi augnlokunum upp með smelli,
dreg frá glugganum.

Hvítur snjór hefur fallið
á óræktina í garðinum.
Skefur yfir gangstéttina
heim að húsinu.

Fel svitastokkinn náttkjólinn
undir koddanum,
breiði teppi yfir rúmið.
Tilbúin
að takast á við daginn.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago