Undarlegt hvað sumt fólk hefur góða sjón
og það með bjálka skagandi út úr auganu.
Bjálka sem ná alla leið inn að rúmgafli hjá manni.
og rekast í tærnar á meðan maður sefur.

Suma daga vaknar maður
með flísar í tánum
og þorpsbúann sitjandi á rúmstokknum
rekandi bjálkann í rúmgaflinn,
með flísatöng á lofti
til þjónustu reiðubúinn.

En þrátt fyrir alla þessa hjálpsemi
hefur enginn reynt
að plokka myrkrið undan sænginni.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago