Ég hef elskað margan mann
af misjafnlegum þunga
og heitast þeim mitt hjarta brann
sem harðast lék mig unga.

Allir skildu þeir eftir sig
ör á hjarta mínu
en enginn framar fangar mig
með fagurhjali sínu.

Einatt brölti ég upp á mann
sem er víst þannig gerður
en engan legg ég ást við þann
sem ekki er tára verður.

Eftir lítð lausafling
læt ég sem ég hat´ann
mig vantan engan vitleysing,
víktu frá mér Satan.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Ástin

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago