Tilbrigði við grænt

Hvað er svo grænt á góðviðriskveldi
sem garðteiti í Þingvallasveit?
Er augu þín glóa af grillkolaeldi
glettin og ástríðuheit.

Garðurinn angar af gróðri í blænum
og gleði mín af því vex.
Mitt hjarta er ölvað af hamingjugrænum
Heineken, Tuborg og Becks.

Út’undir garðsvegg gott er að spræna
glundrinu í sælli bæn.
Heilla þó meira en Heineken væna
þín brúnaljós bjórdósargræn.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago