Ég hugsa til þorpsins
og minnist gamalla húsa
sem húktu hvert fyrir sig
svo tóm
niðri í fjörunni.

Og berfættra daga
með sand milli tánna
þegar glettnar smáöldur kysstu
blaut spor í sandinum.

Og ég hugsa til þín
og minnist
bláleitra ágústkvölda
sem veltust hlæjandi í grasinu
og hlupu svo burt
út í heiminn
og báru okkur burt
frá berfættum dögum
og bláleitum kvöldum
og hikandi fyrstu kossum
í handsmáu rökkrinu.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago