Nýútskrifaður lögregluþjónn syngur til elskunnar sinnar. Hann dreymir um að verða tekinn inn í víkingasveitina og er mjög stoltur af bílnum sínum.
Eina nótt í október
ástin greip um hjarta mér.
Ótrúleg og alveg greit
eftir strætisvagni,
beið hún undir bláu skýli
og brosti til mín undirleit.
#Vekur í hug mér löngun, losta
Lífsgleði, kæti og ástarþorsta
Að vita að muni verða mín
Marlín, Marlín.#
Inn í vagninn er hún steig
og ætlaði heim á Laugarteig,
elti ég líkt og fiskur agn
og ef það gerðist núna,
óðar myndi ég aftur stíga
upp í sama strætisvagn.
Ljósálfi hún líktist þá,
lítil, grönn og beinasmá.
Þeg’r´úr strætó steig hún út
stjarfur fylgdi ég henni.
Brátt við tengdumst böndum eins og
bensíntankur dælustút.
Við pössum saman, pældí í því
sem pastasósa og spaghetty.
Ég er bæði klár og kúl
og keyri eðal-Mösdu,
heilbrigð sál í hraustum skrokk
og hún er fokking bjútífúl.
Raðhús vil ég byggja brátt,
börnin fæðast smátt og smátt.
Engan líða skal hún skort
skýli undir mínu.
Því ég heiti að hún fær aldrei
höfnun á sitt Vísa-kort.
Víkingur ég verða mun
og vernda hana af innlifun.
Sumarhús í sænskum stíl
senn ég reisi henni.
Og aldrei skal hún aftur bíða
eftir strætó – ég á bíl.