Þetta verður allt í lagi
sagði ég sannfærandi
og lét sem ég tæki ekki eftir efanum
sem seytlaði niður í hálsmálið
og rann í köldum taum niður bakið.

Þetta bjargast áreiðanlega
sagði ég ákveðin
og þóttist ekki finna hvernig ég kipptist til
þegar kvíðinn skreið upp í buxnaskálmina
og nartaði í hnéð.

Allt fer þetta víst einhvernveginn
tautaði ég
og bauð hættunni heim
á meðan uggurinn gróf sig undir hörundið
og bjóst til vetursetu.

Og þegar allt fór á versta veg
og angistin skaut rótum
á bak við þindina
sá ég ekki ástæðu til að líta í spegilinn.
Allt fór þetta jú einhvernveginn
og ég varð ég ekki einu sinni hissa.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago