Alda aldanna

Þig er ég þreytt að trega
þögul, af hálfum huga
hendi ég máðum myndum.
Fráhvarfaöldunni
falin á vald.

Bundin á báðum höndum
blinduð af sjó og sandi
borin með falli að fjöru.
Minningin brennur
í brjósti mér enn.

Share to Facebook