Yfirkjörstjórn tilkynnti Þjóðskrá um búsetu oddvitans

Sveinbjörg

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur yfirkjörstjórn í Reykjavík samþykkt alla framboðslista til sveitarstjórnakosninga. Þetta hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir þar sem oddviti Framsóknarflokksins er að eigin sögn búsettur í Kópavogi.

Frambjóðendur þurfa að hafa lögheimili í sveitarfélaginu til að teljast kjörgengir en samkvæmt lögum er lögheimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Því verður ekki annað séð en að framboðslisti Framsóknarflokks og flugvallarvina sé ólöglegur.

Kjörgengi Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur var tekið fyrir á fundi yfirkjörstjórnar í Reykjavík þann 11. maí sl. Í fundargerð kemur fram að yfirkjörstjórn hafi haft kjörgengi Sveinbjargar Binu til skoðunar og meðferðar en tilefni skoðunarinnar sé það sem fjölmiðlar hafi eftir frambjóðandanum um að hún sé búsett í Kópavogi. Yfirkjörstjórn hafi því boðað Sveinbjörgu, ásamt  öðrum umboðsmanni framboðslistans, Þorsteini Magnússyni, til fundar laugardaginn 10. maí 2014 og boðið þeim að gera gein fyrir sjónarmiðum sínum. Hafi Sveinbjörg staðfest að fjölmiðlar hafi haft þetta rétt eftir henni.

Einnig kemur fram í fundargerðinni að þar frambjóðandinn uppfylli það kjörgengisskilyrði að hafa lögheimili skráð í Reykjavík, og þar sem réttmæti lögheimilisskráningar frambjóðanda heyri ekki undir yfirkjörstjórn, sé ekki tilefni til annars en að úrskurða kjörgengi frambjóðandans gilt. Yfirkjörstjórn, telji samt sem áður, með vísan til góðra stjórnsýsluhátta, rétt að gera Þjóðskrá Íslands aðvart, þar sem lögheimilisskráning heyri undir valdsvið Þjóðskrár.

Nú veit ég ekki hvort yfirkjörstjórn gat neitt annað gert í málinu. Yfirkjörstjórn er ekki lögga og hefur væntanlega ekkert vald til að úrskurða um lögmæti lögheimilisskráningar þótt augljóst sé að manneskja sem sjálf segist búa í Kópavogi er ekki kjörgeng í Reykjavík. En hvað ætli Þjóðskrá hafi gert?

Þegar þetta er ritað er Sveinbjörg ennþá skráð með lögheimili í Reykjavík. Kærufrestur er útrunninn svo listi Framsóknar og flugvallavina telst líklega gildur. Það er þó fyrirsjáanlegt að úrslit kosninganna verði kærð ef framboðið nær inn manni.

Finnst ykkur þetta í lagi?

Mynd skjáskot af Facebooksíðu oddvita Framsóknarflokksins.

Share to Facebook