Vikuleg mengunarslys

Og hverju voru þau svo að mótmæla?Annars vegar stækkun járnblendiverksmiðjunnar 

Íslenska Járnblendifélagið vill stækka verksmiðju sína á Grundartanga. Verksmiðjan er nú þegar einn mesti mengunarvaldur hér á landi og losar mest magn gróðurhúsalofttegunda; aukin framleiðsla myndi leiða af sér gífurlega mengunaraukningu. Í júlí 2007 var sagt frá því að Elkem hafi ‘fyrir slysni’ losað stærðarinnar mengunarský frá verksmiðju sinni. Samkvæmt fréttinni orsakaðist slysið af mannlegum mistökum og haft var eftir Þórði Magnússyni, talsmanni fyrirtækisins, að sams konar slys gerist nokkrum sinnum í viku. Sigurbjörn Hjaltason, hreppstjóri Kjósahrepps, segir þessi ‘slys’ yfirleitt eiga sér stað að nóttu til.

Við viljum ekki meira ógeð, það er nóg mengun að glíma við fyrir.

Hins vegar báxítráni Century í Kongó 
Árið 2007 skrifaði Century undir viljayfirlýsingu við ríkisstjórn Vestur Kongó um byggingu álvers, súrálsverksmiðju og báxítnámu þar í landi.

 

Það kemur ekki á óvart að Century vilji eiga viðskipti við Vestur-Kongó en þar einkennist stjórnarfarið af spillingu. Afar ólíklegt er að þeir fátæku muni nokkuð hafa upp úr þessari þróun, en munu þess í stað verða fyrir umhverfislegum áhrifum framkvæmdanna.

Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn mun fjalla um menningarleg þjóðarmorð í tengslum við álframleiðslu á ráðstefnu Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni næstkomandi miðvikudag.
,,Alls staðar í heiminum þar sem báxítgröftur fer fram á sér stað samhliða eyðilegging umhverfisins, jafnframt sem lifibrauð fólks og heilsa þess eru tekin af þeim. Fólk búsett á Íslandi þarf að átta sig á því hvaðan báxítið sem álið er framleitt úr, kemur” segir Samarendra.

Þetta er málið og ég hvet alla sem hafa áhuga á stóriðju og alla sem hafa áhuga á umhverfismálum til að mæta.

 

mbl.is Mótmælum á Grundartanga lokið

 

Share to Facebook

One thought on “Vikuleg mengunarslys

  1. ————————————————-

    Þessir mótmælendur hótuðu starfsfólki, börnum þeirra og mökum þegar þeir komu á Reyðarfjörð. Ég var þar en ekki þú Eva og verð vitni að þessu. Eru það friðsöm mótmæli? Þau ógnuðu saklausum borgurum á Reyðarfirði? Er það líður í að mótmæla Alcoa? Erruglið í Andraq Snæ (yfir 30 missagnir, rangfærslur og beinar lygar í bókinni).

    Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:49

    ————————————————-

    Hins vegar báxítráni Century í Kongó

    Mótmæliði þá í Kongó andskotinn hafi það.

    Annars er það algjör snilld að sjá fólk, sem mótmælir álverum, nota álvörur í´mótmælunum sínum.

    Kjánar.

    Hin Hliðin, 21.7.2008 kl. 19:30

    ————————————————-

    Það er sem sagt ekki notaður álpappír við eldamennsku við mótmælin hjá ykkur,ekkert útilegudót úr áli og þið notið semsagt ekki bíla.

    Landi, 21.7.2008 kl. 19:46

    ————————————————-

    Sæl. Björn um 30 missagnir og rangfærslur hjá A.S,  ekki var nógu vandað við upplýsinga öflun, sama hefur verið hjá Saving  Iceland sem skírir að þeir eru lítt marktækir. Vona að sá sem fékk álstangirnar í hausinn jafni sig fljótt, ál er hættulegt í meðförum barna.

    Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:46

    ————————————————-

    Langar bara að láta koma fram að mér finnst merkilegt að þessir sömu Íslendingar sem í síðustu viku ætluðu að bjarga heiminum með því að reisa öll álver hér á landi er svo drullu sama þótt að mannréttindi séu brotin af þessum svaka fínu fyrirtækjum.  Þeim er alveg sama þótt að náttúran sé ekki bara eyðilögð hér heldur annarsstaðar líka.  En auðvitað eru álsinnarnir alltaf bara að hugsa um alla aðra en sjálfa sig?  Þeim er náttúrulega mikið meira umhugað um að bjarga heiminum en að bjarga eigin rassgati? Eða hvað?

    Eva keep up the good work!

    Unnsteinn (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:11

    ————————————————-

    Ég hef kennt öllum mínum börnum með fínum árángri að það á ekki að leika sér á götunni.Sú yngsta er 5 ára og skilur það vel.Þessir sveppir sem lögðust á götuna eru greinilega ekki jafn skörp og hún.

    sigurbjörn (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 22:24

    ————————————————-

    Björn, ég var ekki á Reyðarfirði sjálf en ég hef aldrei kynnst Saving Iceland liða sem telur það við hæfi að ógna fólki, hef aldrei heyrt þetta fyrr, hvorki í réttarsal né annarsstaðar og hef satt að segja enga trú á því að þetta sé satt. Hverjum var ógnað, hver ógnaði þeim og á hvaða hátt? Nöfn takk, því þetta eru mjög alvarlegar aðdróttanir.

    Eva Hauksdóttir, 22.7.2008 kl. 11:32

    ————————————————-

    Hin hlið: Í færslum hér á undan er útskýrt hversvegna við mótmælum á Íslandi vegna þess sem er að gerast í Kongó. Ef þú hefur einhvern áhuga á að ræða þetta við mig, skaltu kynna þér þau rök og tefla svo fram mótrökum eins og siðaður maður.

    Það er regin misskilningur að við séum að mótmæla frumefninu ál. Staðreyndin er sú að við framleiðum nú þegar miklu meira af áli en við höfum þörf fyrir (nema maður telji raunverulega þörf á því að yfirfylla heiminn af drápsvélum) og við viljum ekki fjölga álverum eða stækka þau. Auk þess viljum við að þessi fyrirtæki hætti að brjóta gegn mannréttindum og hætti offari sínu gegn náttúruauðlindum.

    Eva Hauksdóttir, 22.7.2008 kl. 11:38

    ————————————————-

    Jón Sveinson: Vinsamlegast rökstyddu það sem þú segir um þessar meintu rangfærslur. Hvaða rangfærslur ertu yfirhöfuð að tala um?

    Eva Hauksdóttir, 22.7.2008 kl. 11:39

    ————————————————-

    Sigurbjörn: Ég kenndi mínum drengjum að forðast hættur, rétt eins og þú þínum börnum, en ég kenndi þeim líka að stundum þarf maður að taka áhættu til þess að láta ekki vaða yfir sig eða til þess að hindra að brotið sé á lítilmagna. Þarna var vitanlega enginn í lífshættu en hinsvegar eru þúsundir manna í hættu á heilsubresti og örbirgð vegna umsvifa Century á Jamaika, í Vestur-Kongó og víðar.

    Ég vona að dóttir þín sé ekki svo glórulaus af hlýðni að hún læri ekki með tímanum að fullorðið fólk, sem hefur sterkari siðferðiskennd en sveppir, þarf stundum að víkja frá ströngustu reglum til þess að vekja athygli á raunverulegri hættu.

    Eva Hauksdóttir, 22.7.2008 kl. 11:51

    ————————————————-

    Eva Hauksdóttir sagði

    „en hinsvegar eru þúsundir manna í hættu á heilsubresti og örbirgð vegna umsvifa Century á Jamaika, í Vestur-Kongó og víðar. “

    Hvernig væri þá að mótmæla þar ?

    ekki að vera að mótmæla (vera með skrýlslæti) fullkomlega löglegum vinnustöðum

    framkvæmdum sem að hafa farið í gegnum umhverfismat

    framkvæmdum sem að hefur verið samþykkt af umhverfisráðuneiti

    Árni Sigurður Pétursson, 22.7.2008 kl. 19:41

    ————————————————-

    Ég get ekki séð afhverju í fjandanum það ætti að vera mótmæla verskmiðju í kongó og á jamaíka á íslandi.

    Ekki fer ég til Sahara að kvarta yfir kulda á íslandi.

    Ekki fer ég í 11-11 að mótmæla bensínverði

    Árni Sigurður Pétursson, 22.7.2008 kl. 19:43

    ————————————————-

    Eva.  Mótmæliði þá þeim sem framleiða þessar „drápsvélar“ ekki þeim sem skaffa hráefnið.  Kopar og blý er notað í byssukúlur, með sömu rökum ættuð þið að mótmæla þar sem þeir málmar eru framleiddir.  Hvað með stál?  Það er notað í byssur, skriðdreka, herskip o.f.l.

    Enn og aftur, ef þið ætlið að mótmæla einhverju sem gerist í Kongó þá er betra að gera það í Kongó, eða jafnvel við höfuðstöðvar fyrirtækisins.  Ekki á íslandi.  Það þarf engan sérstakan snilling til að sjá að þetta gengur ekki alveg upp.

    Hin Hliðin, 22.7.2008 kl. 21:42

    ————————————————-

    Árni Sigurður: Við erum að sjálfsögðu að mótmæla því að Íslendingar versli við þessi skítafyrirtæki, leyfi þeim að starfa hér og naugða náttúru landsins. Við viljum hvorki selja morðingum ódýra orku, né láta þau komast upp með að eyðileggja landið og þessu tvennu mótmælum við að sjálfsögðu hér. Century verður ekkert annað fyrirtæki þótt það sé kallað Norðurál og staðsett á Íslandi.

    Það að vinnustaðurinn sé löglegur gerir fyrirtækið ekkert geðslegra. Ekki frekar en það er réttlætanlegt að grýta fólk til bana þótt það sé löglegt í sumum löndum. Lögin koma ekki frá Gvuði, heldur frá venjulegu fólki sem getur hvorki séð alla hluti fyrir né er yfir það hafið að gera mistök. Lögum má breyta og að því stefnum við.

    Eva Hauksdóttir, 23.7.2008 kl. 00:28

    ————————————————-

    Hin Hlið: Þeir sem framleiða þessar drápsvélar eru t.d. Alcoa og Alcan. Álfyrirtækin eiga nefnilega hergagnasmiðjur.

    Eitt af því sem hægt er að gera til að neyða þessi fyrirtæki til að taka upp betri siði er sú að hafna öllum viðskiptum við þau. Af sömu ástæðu mótmæla friðarsinnar á Íslandi þegar ríkisstjórnin sleikir rassgöt stríðsglæpamanna sem koma hingað í opinberar heimsóknir og sækja veislur á kostnað skattgreiðenda.

    Eva Hauksdóttir, 23.7.2008 kl. 00:33

    ————————————————-

    Árni:

    Að sama skapi mætti einnig spyrja sig, varst þú með í að mótmæla stríðinu í Írak hér á landi?  Hvað vorum við að gera að halda mótmæla fundi á Lækjartorgi?  Afhverju fóru ekki allir beint til U.S.A. og mótmæltu þar?

    Eins og Eva segir þá skiptri það ekki máli þótt að þessi fyrirtæki sem hingað eru nú komin og vilja dreifa sér eins og gorkúlur um allt land, séu ekki að misnota starfsfólk sitt hér á landi.  Þeir eru að brjóta mannréttindi annarsstaðar og við styðjum það með því að bjóðum þeim hingað til lands með engum skilyðrum, ódýrri orku og aumingshætti sem hefur yfirtekið einn þriðja þjóðarinnar, en samt ekki nema bara einn þriðja.

    SI munu halda áfram og þau munu eflast við það þegar atvinnubloggara eins og þú Árni og fleirri í þinna líka haldið áfram að hrauna yfir þau.  Því að þar sést hverjir eru hugsandi og hverjir láta hugsa fyrir sig.  (svo þú reynir nú ekki að snúa úr mínum orðum, þá eru það álsinna-atvunnibloggararnir sem láta stórfyrirtæki og ríkistjórnina hugsa fyrir ykkur og þið eltið eins og lömb sem vita ekki betur!)

    Yfir og út.

    Eva eigðu góðan dag! 😉

    Unnsteinn (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:48

Lokað er á athugasemdir.