Þú sem rekur fjölmiðil

Nokkrar vísbendingar um að þú ættir kannski að hætta að reyna að reka alvarlegan fjölmiðil og sækja frekar um vinnu á Barnalandi.

-Þú skilur ekki muninn á fréttamanni og lélegum bloggara.

-Þú skilur ekki siðleysið sem felst í svona vinnubrögðum eða þá að þér er bara sama.

-Þú álítur að þetta sé dæmi um viðunandi íslenskukunnáttu blaðamanns.

-Þú tekur frábæran samfélagsrýni af áberandi stað á netsíðunni og setur þetta í staðinn.

Uppfært:  Þessi DV-frétt sem ég vísa í hér að ofan er horfin.

Ég hef án árangurs verið að leita mér að textaverkefnum og prentaði þessa frétt út í von um að læra af henni hvað það er sem textagerðarfólk á Íslandi hefur fram yfir mig. Greinin hljóðar svo; (og ég þarf líklega ekki að taka fram að í henni er enginn tengill á nánari upplýsingar um þessa merkilegu rannsókn.)

ÍMYNDAÐ SÆLGÆTISÁT SEÐJAR ÞÖRFINA

Tilhugsunin um að borða girnilega köku getur gert okkur svöng og hvatt okkur til að bíta í hana en ef við hugsum þessa hugsun til enda getum við líka misst lystina.

Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að hugsi fólk nógu ýtarlega um að borða þá getur það misst löngunina. Þannig fengu vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni hóp af fólki til að ímynda sér að það sæti með skál af 30 M&M fyrir framan sig. Annann hóp fengu þau til að ímynda sér almenningsþvottahús sem þau láta klink í þvottavél.

Þegar hugarflugs lotunni lauk kom á daginn að fólkið á ímyndaða þvottahúsinu borðaði helmingi fleiri M&M en þau sem höfðu í huganum borðað 30 stykki, allt frá því að týna þau upp í sig, bryðja og kyngja.

Fólkið sem borðaði ímyndað M&M fékk sér þannig aðeins um 15 stykki meðan hin sem létu klink í ímyndaðar þvottavélar borðuðu 30 stykki.

Einnig kom á daginn að fólk sem ímyndaði sér að það virti fyrir sér fulla skál af sælgæti án þess að bragða á því, borðaði langmest þegar skálin var svo sett á borðið fyrir framan það.

Að auki leiddi þessi merkilega rannsókn í ljós að það seðjar ekki hungrið að hugsa um súkkulaðistykki ef þig langar raunverulega í ost. Þá muntu aðeins borða meiri ost að ímyndun lokinni.

 

Share to Facebook