Þegar kynþáttahyggjan ber Jón Magnússon ofurliði

Jón Magnússon gerir aumkunarverða tilraun til að klóra yfir skítinn sem hann varð uppvís að í síðasta pistli sínum um málefni flóttafólks.

Það eru semsagt samkvæmt Jóni „öfgar sem bera vitsmunina ofurliði“ að vera ósáttur við hreinar og klárar lygar um að flóttamenn fái 215 þúsund krónur í dagpeninga á mánuði fyrir utan húsnæði, þegar staðreyndin er sú að hér er um að ræða heildarkostnað.

Og Jón heldur áfram í ruglinu, nú ber hann heildarkostnað af hverjum hælisleitanda saman við þær greiðslur sem öryrkjar og aldraðir fá í vasann. Ekkert tillit tekið til niðurgreiðslu ríkisins vegna hjálpartækja, sjúkrahússvistar, ferðaþjónustu eða neins annars. Það þykir Jóni Magnússyni væntanlega bera vott um vitsmuni.

Share to Facebook

16 thoughts on “Þegar kynþáttahyggjan ber Jón Magnússon ofurliði

 1. Ég hef verið 15 ár í Noregi og er oft spurður út í norska flokkakerfið, sérstaklega af Íslendingum sem eru nýfluttir hingað. Þegar kemur að smáflokkunum, þessum sem í mesta lagi fá ca. 2% atkvæða, eins og Rødt, Miljøpartiet-De grønne og Demokratene, þá nenni ég ekki að eyða mörgum orðum í þá. Um Demokratene segi ég yfirleitt bara æi þetta eru svona hálfvitar og útlendingahatarar. Þú veist, svona ef Jón Magnússon væri norskur.

 2. Mikið er ömurlegt þegar fólk sem hefur fyrirvara við stefnuna í innflytjendamálum er að því virðist án undantekninga í svartholum internetsins ýmist sakað um rasisma, hálfvitaskap eða útlendingahatur. Og það er orðið virkilega svart þegar jafn viðsýn manneskja og Eva Hauksdóttir tekur þátt í leiknum með jafn ógeðfelldu hugtaki og „kynþáttahyggju“.

 3. Mér fynnst alltaf merkilegt hvað svona fyrsta heims einángrunar-sinnar eins og Jón eru fullvissir um að Multi-kúlúralismi virki ekki (hefur þetta fólk aldrei heyrt um Bandaríkin), og benda á einhver ríki sem eru nýbyrjuð (í sögulegu seramhengi) á að díla við slíka samtvinnun – auðvitað verða einhver vandamál, en það verða líka fullt af ávinningum.

  Auk þess sem vandamálin eru yfirleitt ekki mikið stærri en þau vandamál sem skapast á milli hópa af sama uppruna, bara af því þeir halda með mismunandi fótbotla liðum (t.d. í Englandi og Póllandi ( Ross kemp on gangs – Pólland þátturinn sýnir hversu rosalegt það er sem dæmi)

 4. Þetta hefur nákvæmlega ekkert með fyrirvara við stefnu í innflytjendamálum að gera. Maðurinn er einfaldlega að ljúga því að þjóðinni að flóttamenn séu með mun hærri dagpeninga en raunin er. Hver er tilgangurinn ef ekki sá að auka á andúð gagnvart þessu fólki?

 5. Þú sem kallar þig „mar“. Ég skil að vissu leyti hvað þú ert að segja og kannski notaði ég of sterk orð. Þetta voru líka bara mínar útskýringar á smáflokki í Noregi en ég get lofað þér að viðmælendur mínir skilja hvað ég er að meina um leið.

  Málið með Jón Magnússon er hins vegar að þegar að kemur að því sem þú kallar innflytjendamál þá stenst aldrei neitt sem hann skrifar. Tölur og aðrar mælanlegar breytur hjá honum í þessu samhengi eru alltaf bara tómt rugl sem er auðvelt að hrekja. Af hverju er hann að þessu og hvað á maður að kalla þetta?

  Það er ekki nokkur maður sem heldur því fram að innflytjendamál í nokkru landi séu auðveld viðfangs. Það hlýtur samt að vera hægt að tala um þetta án þess að menn séu (vísvitandi?) að bulla með mælanlegar staðreyndir eins og fjárútlát í þessum geira.

 6. Já, maður hlýtur að spyrja hver sé tilgangurinn með því og hvernig eigi þá að leysa vandann. Það er varla hægt að draga úr fjárútlátum með því að skera niður dagpeninga flóttamanna, þeir búa þegar við hungurmörk. Það væri hinsvegar hægt að spara allmikið með því að slaka á vegabréfaeftirliti og hætta að splæsa fangavist á fólk sem engum stafar hætta af.

 7. Eg bjo i Danmørku i 20 ar,tar er dansk Folkeparti med 3 mesta fylgid i landinu,heldurdu ad tad se af astædulausu,tad eru hverfi i Kaupmannahøfn sem løgreglan ferdast helst ekki ein,% tala i glæpum hjaa innflytjendum er miklu hærri enn hja innfæddum,td eru her hopar med yfirlist stefnu um ad gera Danmørku ad Muslimariki,og hvernig er tetta i Svitjod stor vandamal aaf tvi tad hefur aldrei matt ræda tessi mal ta er folk bara rasistar og utlendingahatarar

 8. Eva 157,496 kr(tekid af vef reykjavikurborgar) fæ eg sem flottanamadur ef eg sæki um hæli,,mer er skøffud Ibud med øllum husgøgnum, og sima,fæ fryjar tanlækningar to ekki gullkronur kronur og bruargerd er to eingaungu borgad fyrir ef gert er rad fyrir tvi i upprunarlegri kostnadar aætlum rmer er sed fyrir naudinlegum medulum, fyrstu 6 manudina ad kostnadarlausu,øll heilbrigdistjonusta fri fyrstu 6 manudina.,øll heibrigdistjonusta fri,eg fæ fri gleraaugu ef mig vantaar taug vid komuna,eg fæ fri heirnatæki,,ef eg nu fæ leifi til ad fara ad vinna ta lækkar felagsmalahjalpin um 1/3 ef eg er i halfri vinnu en um 2/3 ef eg er i fullu starfi,ta skiftir ekk mali hversu ha launin eru eg feingi enta felagshjalp,eftir 2 ar a eg rett a fryrri salfrædihjalp.EF eg er Ellilifeyristeigi a Islandi a hraum botum ta feingi eg 203,000 med uppbot i Lifeyrir eg verd ad borga ad hluta fyrir min medul,borga komugjøld a bædi ja serfrædingum og einnig almennum læknum,ef eg er heppin ta get eg feingid einhvern hluta tanlæknakostnadar borgadan,ef eg nu færi ad vinn med ta byrja greidslur ad lækka vid vid 450,000,g tarf sjalfur ad borga sima,salrædikostnad,og annad og gæti tint fram fleiri atridi,KOMDU VI EKKI MED AD MADURIN SE AD LJUGA TESSAR TØLUR SEM EG LEGG FRAM GETURDU NALGAST A VEF VELFERDARRADUNEITIS OG TRYGGINGARSTOFNUNAR,EF AD TÆR TØLUR LJUGA TA ER TAD A ABYRGD RADHERRA EKKI ANNARA
  vID SKULUM HELDUR EKKI GLEIMA TVI AD HLUTI TEIRRA SEM SÆKJA UM HÆLI EU A FLOTTA FRA RETTVISINI HAFA JAFNVEL FAARID A MILLI ANDA OG SOTT UM HÆLI,KLIPPA ØLL MERKI UR FØTUM HENDA VEGABRFUM OG LJUGA TIL UM ALDUR,AT AFAR VEL TEKT VANDAMAL A NORDURLØNDUNU.tU HEFDIR KANSKI ATT AD KINNA TER TØLUR VELFERDARRADUNEITISSINS AADUR EN TU KALLAR FOLK LYGARA.Eg hef einga serstaka andud a Flottamnnum eda Innflytjendum,en er treittur a teirri aukningu i glæpaatidni og td naudgunum sem fylgjaa i kjølfarid og ekki seigja mig ljuga,tu getur farid td inn a vef Dønsku Løgreglunnar og sed teetta svart a hvitu.Af hverju heldurdu ad øfgasamtøk uti i Evropu fai meira og meira fylgi,Le Pen i Frakklandi,Pia Kærsgård i Danmrku, og sjadu Holland ,Austuriki,er tetta folk bara vitleisingar sem kis tessa flokka,NEI TAD ER AF TVI AD ALMENNINGUR I EVROPU NORDANVERDRI ER ORDID TREITT A LINKIND STJORNVALDA I GARD BÆDI INNFLITJENDA OG FLOTTAMANNA,OG AD TEIR KOMI TD A FORGANGSLISTA TIL AD FA IBUDIR,A SMA TIMA OG SKORID ER NIDUR HJA TEGNUM LANDANA,AF VERJU TURFTI TD AD BYRJA AD TAKA FINGRAFØR AAF LLUM SEM SOTTU UM HÆLI A NORDURLØNDUNUM,AF TVI TAD VAR VISS HOPUR SEM FLAKKADI MILLI LANDA OG SOTTI UM HÆLI I ALT UPP I TREMUR LØNDUM,OG FEKK ASTOD I ØLLUM TEIRRA

 9. EF TEIR BUA VID HUNGURMØRK TA ERU TEIR GØMLU HER A LANDI HREINLEGA AD SVELTA I HEL,KIKTU A TØLUR VELFERDARADUNEITISINS OG KIKTU SVO A TR OG SJADU HVAD TEIR GØMLU FA

 10. Því segi ég það, heldur þú að nazistar í Þýskalandi hafi haft allt þetta fylgi að ástæðulausu? Heldur þú kannski að það hafi verið að óþörfu sem þeir sendu fólk í gasklefana?

 11. Þetta er rangt hjá þér. Fólk fær ekki eitt eða neitt út á það að sækja um hæli. Þeir flóttamenn sem fá hæli, stundum eftir að hafa hangið atvinnulausir á Fit í mörg ár og í flestum tilvikum fólk sem Sameinuðu Þjóðirnar skikka okkur til að taka við, fá hinsvegar að sjálfsögðu aðstoð við að koma undir sig löppunum.

 12. Og viltu vera svo vænn að benda á einhver gögn sem sýna fram á að innflytjendur hafi í för með sér aukna tíðni nauðgana og annarra glæpa. Hvar á vef dönsku lögreglunnar sástu þetta t.d? Tengil takk.

 13. Við Íslenskir karlmenn erum ekki hrifnir af stjórnlausum innflutningi flóttafólks, sérstaklega ekki slíkum karlpeningi. Við höfum ekkert á móti því að flytja inn hópa af kvenfólki á barneignaaldri en eðlishvötin tekur við ef sést í flóttakarla. Þá líður okkur eins og ljónum og viljum drepa alla samkeppni. Okkur finnst gott að bæta við kvenhjörðina okkar og það má laga allt útlit með okkar blóði. Eva, þu nefnir að hægt sé að spara fé með því að minnka landamæraeftirlit og hætta að setja vegalausa í steininn – er þetta ekki eins og að pissa í skóinn? kemur ekki einmitt skriða flóttamanna þegar hliðin opnast?

 14. Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Flestir eru á leið til Kanada eða Bandaríkjanna og þótt einn og einn kæmist inn í landið, þá gerir smæð þess það að verkum að það fólk fengi ekki svarta vinnu til lengri tíma og þeir sem ekki hafa búseturétt eða atvinnuleyfi eiga heldur engan bótarétt. Til að lifa sem ólöglegur innflytjandi þarftu annaðhvort að geta unnið svart og lifað utan kerfisins eða fá langtíma dvalarleyfi og til þess er ekki nóg að komast í gegnum vegabréfaeftirlit.

  Með því að slaka á vegabréfaeftirliti myndi margt af þessu fólki komast á áfangastað og nokkrir kæmu inn sem ferðamenn og gætu unnið svart á Íslandi í nokkra mánuði en það gerir fólk nú þegar án þess að villa á sér heimilidir.

 15. Er sammála því að margir flóttamanna eru með Ísland sem millilendingu fyrir Ameríku og það gæti verið skynsamlegt að draga úr vegabréfatékki, þannig að þeir gætu bara farið sína leið. En er einhver leið til þess þar sem við erum í Dchengen?

Lokað er á athugasemdir.