Pólitískt uppeldi á leikskólum

Þeir eru sennilega fáir sem átta sig á því hvað það er merkilegt að leikskólabörn taki virkan þátt í því að búa til umferðarmerki.

Þetta er nefnilega alls ekki bara krúttlegt uppátæki heldur hápólitísk aðgerð. Sú stefna að virkja börn til þátttöku í svona verkefnum er nefnilega liður í því að skapa þátttökusamfélag. Raunverulegt lýðræði þar sem hver einasti borgari hefur raunverulegt tækifæri til að setja mark á umhverfi sitt og hafa áhrif á umræðuna.

Við stefnum í átt að anarkisma. Ekki eins hratt og ég vildi en báturinn mjakast samt. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa starfsfólk með í ákvarðanatöku og stefna að auknu frjálsræði starfsmanna, án .þess að það komi neitt niður á afkomu fyrirtækisins. Skólakerfið er ennþá óttalega ferkantað en ég heyri ekki betur en að kennarar hafi mjög margir áhuga á einstaklingsmiðuðum námsskrám og að skapa umhverfi sem gerir ráð fyrir að börn séu til í fleiri en tveimur útgáfum, fólk er meðvitað um þörfina en skortir kannski ráð til að koma hlutunum í framkvæmd. Internetið er anarkískt, gefur hverjum sem er kost á að koma því á framfæri sem hann bara vill, undir nafni eða ekki eftir því sem hann sjálfur kýs.

Ég vildi helst afnema þjóðríkið, leggja niður landamæri, losna við allt yfirvald. Bylting væri fín. En á meðan hún er ekki í sjónmáli er allavega ágætt að sjá að hugmyndin um þátttökulýðræði er allsstaðar að vinna á. Frá leikskólum og upp úr. Og það er ekki bara hin anarkíska hugmynd um þátttökulýðræði sem er að festa rætur, fólk er líka smátt og smátt að átta sig á því að það sem skilar bestum árangri er ekki meira eftirlit, meiri stjórnun, þyngri refsingar, hærri laun, heldur það að fólk fái fleiri tækifæri til að gera það sem því sýnist, þegar því sýnist.

Yfirvald virðist ekki bara óþarft heldur gerir það oft meira ógagn en gagn. Og fyrst anarkí virkar í grasrótarhreyfingum og öðru sjálfboðastarfi, fyrst það virkar m.a.s. á stórum vinnustöðum, því í ósköpunum ætti það ekki að geta virkað í stjórnmálum líka?

Share to Facebook

One thought on “Pólitískt uppeldi á leikskólum

  1. —————————————

    Ég hef lengi látið mig dreyma um landamæralausan heim. Ég er ekki bjartsýn. Að minnsta kosti mun ég ekki lifa það. En það er ok svo fremi sem það gerist einhvern tímann.
    Jamm

    Posted by: Jenný Anna | 24.09.2011 | 0:06:16

    —————————————

    „Fjármagn á sér ekkert föðurland en það eigum við. Við erum að verja landið okkar; réttinn til að lifa, rétt barna okkar til náms og rétt okkar til að lifa af laununum.“

    Mótmælandi í Aþenu.

    http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4604089/2011/09/22/1/

    Posted by: Elín Sigurðardóttir | 24.09.2011 | 9:14:06

    —————————————

    Takk fyrir innleggin.

    Grikkland er einmitt talandi dæmi um afleiðingar þess ábyrgðarleysis sem Vesturlönd sýna gagnvart flóttamönnum. Íslendingar eru reyndar hættir að beita Dyflinnarreglugerðinni sem átyllu til að fleygja öllum flóttamönnum sem hingað koma í hausinn á Grikkjum, eftir að mannréttindadómstóll Evrópu skammaði Norðmenn fyrir þessa stefnu en Grikkir sitja samt sem áður einir uppi með ábyrgð sem ætti að vera okkar allra.

    Þegar maður talar um að leggja niður landamæri, kjósa alltaf einhverjir vitleysingar að túlka það þannig að maður vilji eingögnu leggja niður landamæri Íslands og gera það fyrir tíukaffi án þess að grípa til nokkurra annarra ráðstafana. Það er alveg á mörkunum að ég nenni að tala við fólk álítur að valið snúist um að kúga annað fólk eða afsala sér allri skynsemi annars.

    Posted by: Eva | 24.09.2011 | 15:21:44

    —————————————

    Getur þú þá útskýrt það fyrir mér hvers vegna hefur farið svona mikið útskeiðis hér? Hvers vegna getur þetta fólk bara ekki lifað í sátt og samlyndi á þessari eyju?

    http://www.youtube.com/watch?v=M5wc6KC6FPI

    Þú þarft ekki að svara þessu fyrir tíukaffi. Gefðu þér nægan tíma.

    Posted by: Rétthugsun | 26.09.2011 | 1:31:56

    —————————————

    Ítalía er einmitt hitt landið sem mjög oft hefur lent í þvi að Íslendingar o.fl. endursenda flóttamenn til þeirra. Paul Ramses lýsti hryllilegum aðstæðum flóttamanna þar en það dugar náttúrulega ekki til. Innanríkisráðuneytið hlustar í skársta falli á mannréttindadómstóla.

    Stóra vandamálið er þessi rosalegi fasismni sem einkenni póltíkina Ítalíu, mikið lögregluofbeldi og ógeð. Fasismi er fullkomin andstæða anarkisma. Þetta lagast ekki rassgat nema anarkísk viðhorf nái jafn góðri útbreiðslu á Ítalíu og á Íslandi.

    Posted by: Eva | 26.09.2011 | 1:43:20

    —————————————

    Þannig að þú vilt meina að lögreglan beri ábyrgð á þessu vegna þess að þeir eru svo miklir fasistar. Hvers vegna voru þá venjuegir borgarar að henda grjóti í þessa aðkomumenn?

    Btw. Paul Ramses kvartaði mest yfir framkomu araba gagnvart svertingjum.

    Posted by: Rétthugsun | 26.09.2011 | 10:46:05

    —————————————

    Ég er ekkert að firra almenna borgara ábyrgð, hvernig dettur þér það í hug? Hlutverk lögreglunnar á hinsvegar að vera það að hindra ofbeldi en ekki beita því og það er óverjandi að lögreglan aðstoði fólk við ofbeldisverk.

    Ég fylgdist ágætlega með Paul Ramses og heimsótti Rosemary nokkrum sinnum á þessu tímabili sem hann var á Ítalíu. Ég veit nákvæmlega hverju hann kvartaði undan. Þar bar hæst örvæntinguna yfir tilhugsunininni um að sjá ekki konuna sína og barnið framar, yfir því að standa í biðröð í steikjandi hita marga klukkutíma á dag, vitandi að líkunar á því að hann fengi áheyrn væru innan við 3% og að langmestar líkur væru á að hann yrði sendur aftur til Kenya. En það réttlætir náttúrulega ekkert kynþáttahatur araba.E

    Posted by: Eva | 26.09.2011 | 11:43:05

    —————————————

    Paul Ramses sagði í blaðaviðtali að arabar kæmu fram við svertingja eins og hunda.

    Varst þú búinn að sjá þennan pistil frá Anitu MacNaught?

    http://english.aljazeera.net/news/africa/2011/09/2011925144231816373.html

    Posted by: Rétthugsun | 26.09.2011 | 14:13:58

    —————————————

    Og hvað með það þótt Paul Ramses hafi sagt það og hvað með þetta myndskeið? Kemur kynþáttahatur araba efni pistilsins eitthvað við?

    Posted by: Eva | 26.09.2011 | 16:22:02

Lokað er á athugasemdir.